Mikel Arteta var með skilaboð til ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur liðsins gegn Brentford í kvöld.
Það eru meiðslavandræði hjá Arsenal, sérstaklega í varnarlínunni, en Gabriel og William Saliba hafa verið fjarverandi undanfarið. Þá þurfti Cristhian Mosquera að fara af velli í kvöld ásamt Declan Rice.
Það eru meiðslavandræði hjá Arsenal, sérstaklega í varnarlínunni, en Gabriel og William Saliba hafa verið fjarverandi undanfarið. Þá þurfti Cristhian Mosquera að fara af velli í kvöld ásamt Declan Rice.
„Það eru aldrei góðar fréttir þegar leikmenn þurfa að fara af velli. Rice getur gengið en ekki spilað. Hann hefur spilað mikið. Við spiluðum núna á miðvikudagskvöldi og þurfum svo að spila á laugardagsmorgni," sagði Arteta
„Við getum spilað mínútur en geta þeir vinsamlegast gefið okkur aðeins meiri tíma til að jafna okkur og til að auðvelda velferð þessara leikmanna, það væri frábært."
Athugasemdir


