Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 23:42
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Arteta ósáttur: Vinsamlegast gefið okkur aðeins meiri tíma til að jafna okkur
Mynd: EPA
Mikel Arteta var með skilaboð til ensku úrvalsdeildarinnar eftir 2-0 sigur liðsins gegn Brentford í kvöld.

Það eru meiðslavandræði hjá Arsenal, sérstaklega í varnarlínunni, en Gabriel og William Saliba hafa verið fjarverandi undanfarið. Þá þurfti Cristhian Mosquera að fara af velli í kvöld ásamt Declan Rice.

„Það eru aldrei góðar fréttir þegar leikmenn þurfa að fara af velli. Rice getur gengið en ekki spilað. Hann hefur spilað mikið. Við spiluðum núna á miðvikudagskvöldi og þurfum svo að spila á laugardagsmorgni," sagði Arteta

„Við getum spilað mínútur en geta þeir vinsamlegast gefið okkur aðeins meiri tíma til að jafna okkur og til að auðvelda velferð þessara leikmanna, það væri frábært."
Athugasemdir
banner