Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Hraunar yfir Slot - „Lofaði Wirtz einhverju sem hann hefur ekki staðið við"
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Uli Höness, heiðursforseti Bayern, hraunaði yfir Liverpool og Arne Slot fyrir meðferðina á Florian Wirtz sem hefur ekki fundið sig í rauðu treyjunni. Liverpool vann Bayern í baráttunni um hann.

Wirtz gekk til liðs við Liverpool í sumar og hefur spilað 17 leiki. Hann hefur ekki komið að neinu marki í úrvalsdeildinni en gefið tvær stoðsendingar í Meistaradeildinni. Liverpool borgaði Leverkusen 116 milljónir punda fyrir hann.

„Þeir eyddu 500 milljónum punda í sumar og eru að eiga hræðilegt tímabil. Að mínu mati er það af því að þeir eru bara með stórstjörnur. Ég hef alltaf sagt: Liverpool mun þurfa að spila með fimm bolta því stjörnurnar gefa hann aldrei," sagði Höness.

„Aumingja Florian Wirtz, hann fær ekki einu sinni boltann því Salah og Szoboszlai og allir hinir vilja spila með sinn eigin."

„Slot lofaði Wirtz einhverju sem hann hefur ekki staðið við, byggja nýtt lið í kringum hann í treyju númer 10. Hann fékk treyju númer sjö og nýja liðið er augljóslega ekki að spila í kringum Wirtz. Ég vorkenni honum. Allt fór í gegnum hann hjá Leverkusen, hjá Liverpool fær hann fimm sendingar í hvorum hálfleik, ef hann tapar boltanum tvisvar fær hann slæma einkunn."
Athugasemdir
banner