Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 12:00
Elvar Geir Magnússon
Trent gagnrýndur í spænskum miðlum - „Virkar algjörlega ráðvilltur“
Trent fer hægt að stað í spænska boltanum.
Trent fer hægt að stað í spænska boltanum.
Mynd: EPA
Trent Alexander-Arnold hefur ekki farið vel af stað hjá Real Madrid og fær gagnrýni í spænskum fjölmiðlum. Eftir 1-1 jafntefli gegn Girona um síðustu helgi stakk íþróttafréttamaðurinn virti Alfredo Relano niður penna í Marca.

„Trent virðist algjörlega ráðvilltur og hugmyndalaus. Það má skynja hræðslu og ótta í andlitinu á honum," segir Relano.

Alexander-Arnold yfirgaf Liverpool síðasta sumar og sagðist eiga sér draum um að vinna Ballon d'Or gullboltann.

„Hann er með öflugan fót og góður að taka föst leikatriði en í opnum leik er hann ekki þátttakandi."

Alexander-Arnold átti slaka sendingu sem kostaði næstu mark í leiknum gegn Girona, Hann hefur átt hæga byrjun í spænska boltanum.

Real Madrid er fjórum stigum á eftir Barcelona sem situr á toppi spænsku deildarinnar. Madrídarliðið á leik til góða gegn Athletic Bilbao sem fram fer í kvöld.
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Barcelona 15 12 1 2 42 17 +25 37
2 Real Madrid 14 10 3 1 29 13 +16 33
3 Villarreal 14 10 2 2 29 13 +16 32
4 Atletico Madrid 15 9 4 2 28 14 +14 31
5 Betis 14 6 6 2 22 14 +8 24
6 Espanyol 14 7 3 4 18 16 +2 24
7 Getafe 14 6 2 6 13 15 -2 20
8 Athletic 14 6 2 6 14 17 -3 20
9 Vallecano 14 4 5 5 13 15 -2 17
10 Real Sociedad 14 4 4 6 19 21 -2 16
11 Elche 14 3 7 4 15 17 -2 16
12 Celta 14 3 7 4 16 19 -3 16
13 Sevilla 14 5 1 8 19 23 -4 16
14 Alaves 14 4 3 7 12 15 -3 15
15 Valencia 14 3 5 6 13 22 -9 14
16 Mallorca 14 3 4 7 15 22 -7 13
17 Osasuna 14 3 3 8 12 18 -6 12
18 Girona 14 2 6 6 13 26 -13 12
19 Levante 14 2 3 9 16 26 -10 9
20 Oviedo 14 2 3 9 7 22 -15 9
Athugasemdir