Hinn 17 ára gamli Viktor Bjarki Daðason fór hamförum þegar FC Kaupmannahöfn vann 4-2 sigur gegn Esbjerg í danska bikarnum í kvöld.
Hann skoraði tvennu og lagði upp eitt mark en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp tvö í ellefu leikjum fyrir liðið. Hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni.
Hann skoraði tvennu og lagði upp eitt mark en hann hefur skorað fimm mörk og lagt upp tvö í ellefu leikjum fyrir liðið. Hann hefur skorað tvö mörk í þremur leikjum í Meistaradeildinni.
Hann hefur ekki fengið tækifæri í byrjunarliðinu í deildinni en hann er búinn að leggja upp eitt mark í sex leikjum. Aðdáendasíðan FCKvision á X furðar sig á því að hann hafi ekki fengið tækifæri í deiildinni.
„Af hverju Dadason er ekki byrjunarliðsmaður í Ofurdeildinni er ráðgáta. Fyrirgefðu, ég leiðrétti mig, þetta er ekki ráðgáta heldur óhæf ákvörðun," skrifaðii FCKvision.
Why Dadason isn't a starter in the Superliga is a mystery. Sorry, I correct myself, it's not a mystery but an INCOMPETENT decision.
— fckvision (@CopenhagenIta) December 3, 2025
#fcklive
Athugasemdir


