Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   mið 03. desember 2025 06:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Tækniþjálfun Eiðs Ben á Akureyri
Mynd: EBE
Tækniþjálfun Eiðs er nýr fótboltaskóli sem mun bjóða krökkum á Akureyri upp á þjálfun í skólafríum. Eiður Benedikt Eiríksson er aðstoðarþjálfari meistaraflokks karla hjá Þór.

Námskeiðið er fyrir krakka fædda 2010–2016.

Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum einstaklingsmiðaða tækniþjálfun við bestu mögulegu aðstæður, styrkja grunntækni og byggja upp sjálfstraust með boltann.

Námskeiðið hentar bæði byrjendum og lengra komnum.

Fyrsta námskeiðið

21.–23. desember (þrír dagar)
Hópnum verður skipt í tvo aldurshópa:

Yngri hópur: kl. 10:00–11:00

Eldri hópur: kl. 11:15–12:15

Æfingar fara fram í Boganum.

Skráning fer fram á Sportabler og fyrirspurnir má senda á eið[email protected]
Athugasemdir