Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
banner
   mið 03. desember 2025 05:55
Brynjar Ingi Erluson
Þýskaland í dag - Bayern heimsækir Union í bikarnum
Mynd: EPA
Sextán liða úrslit þýska bikarsins klárast í kvöld með fjórum leikjum.

Stórskemmtilegt lið Stuttgart heimsækir Bochum klukkan 17:00 og á sama tíma spilar Freiburg við Darmstadt.

Þýskalandsmeistarar Bayern München mæta Union Berlin í Berlín klukkan 19:45 og þá spilar Hamburger SV við Holsten Kiel á sama tíma.

Ekkert lið hefur unnið bikarinn oftar en Bayern eða tuttugu sinnum.

Leikir dagsins:
17:00 Bochum - Stuttgart
17:00 Freiburg - Darmstadt
19:45 Hamburger - Holstein Kiel
19:45 Union Berlin - Bayern
Athugasemdir
banner