Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   mið 03. desember 2025 08:47
Elvar Geir Magnússon
KSÍ búið að kynna nýju treyjuna sem hlotið hefur misjöfn viðbrögð
Leikmenn karlalandsliðsins í nýju treyjunni.
Leikmenn karlalandsliðsins í nýju treyjunni.
Mynd: KSÍ
KSÍ hefur opinberað nýja landsliðstreyju Íslands. Treyjan lak á netið í gær og fékk talsverða gagnrýni en mörgum þykir hönnun hennar of einföld og jafnvel metnaðarlaus.

Íslenska karlalandsliðinu mistókst að komast í umspilið fyrir HM og því er talsvert langt í næstu mótsleiki. Liðið er á leið í C-deild Þjóðadeildarinnar seinni hluta síðasta árs og næsta stóra markmið er að komast á EM 2028.

Kvennalandsliðið mun spila í nýju treyjunni í undankeppni fyrir HM í Brasilíu 2027 en undankeppnin verður spiluð frá mars fram í júní. Þar er íslenska liðið í erfiðum riðli með Spáni, Englandi og Úkraínu.

KSÍ og íþróttavöruframleiðandinn Puma hafa verið með samning frá 2020 en sá samningur var framlengdur fyrir ári og nær til 2030.

Hvernig finnst þér nýja treyjan?
Hvernig finnst þér ný landsliðstreyja Íslands?
Athugasemdir