Pep Guardiola, stjóri Manchester City, segir að það hafi verið ómögulegt fyrir sig að njóta 5-4 sigursins gegn Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.
Eftir sigur í þessum ótrúlega níu marka leik er City tveimur stigum frá Arsenal. City komst 5-1 yfir á Craven Cottage eftir 54 mínútur en þá kom magnaður kafli frá Fulham sem komst nálægt því að jafna.
Lánsmaðurinn Samuel Chukwueze kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk fyrir Fulham og Guardiola var stressaður á hliðarlínunni.
Eftir sigur í þessum ótrúlega níu marka leik er City tveimur stigum frá Arsenal. City komst 5-1 yfir á Craven Cottage eftir 54 mínútur en þá kom magnaður kafli frá Fulham sem komst nálægt því að jafna.
Lánsmaðurinn Samuel Chukwueze kom inn af bekknum og skoraði tvö mörk fyrir Fulham og Guardiola var stressaður á hliðarlínunni.
„Höfðuð þið gaman að þessum leik? Ég missti hárið!" sagði Guardiola við fjölmiðlamenn eftir leikinn.
„Ég veit að þið munuð spyrja hvað gerðist en ég á ekki svar. Fótbolti er leikur tilfinninga. Í öllum mörkunum var lélegur varnarleikur, við fórum aftarlega til að verjast fyrirgjöfunum. Við verðum að verja svæðin betur."
„Það var ómögulegt fyrir mig að njóta leikins. Ég gat það kannski í 5-1 en þegar staðan var 5-4 horfði ég meira á klukkuna en leikinn. Þetta var erfitt og hefði orðið erfiðara ef við hefðum ekki náð í sigurinn. Þegar staðan var 5-1 hélduð þið blaðamenn að leikurinn væri búinn og voruð búnir að ákveða fyrirsagnir sem þið þurftuð svo að henda í ruslið."
Stöðutaflan
England
Premier league - karlar
| L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
|---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | Arsenal | 13 | 9 | 3 | 1 | 25 | 7 | +18 | 30 |
| 2 | Man City | 14 | 9 | 1 | 4 | 32 | 16 | +16 | 28 |
| 3 | Chelsea | 13 | 7 | 3 | 3 | 24 | 12 | +12 | 24 |
| 4 | Aston Villa | 13 | 7 | 3 | 3 | 16 | 11 | +5 | 24 |
| 5 | Brighton | 13 | 6 | 4 | 3 | 21 | 16 | +5 | 22 |
| 6 | Sunderland | 13 | 6 | 4 | 3 | 17 | 13 | +4 | 22 |
| 7 | Man Utd | 13 | 6 | 3 | 4 | 21 | 20 | +1 | 21 |
| 8 | Liverpool | 13 | 7 | 0 | 6 | 20 | 20 | 0 | 21 |
| 9 | Everton | 14 | 6 | 3 | 5 | 15 | 17 | -2 | 21 |
| 10 | Crystal Palace | 13 | 5 | 5 | 3 | 17 | 11 | +6 | 20 |
| 11 | Tottenham | 14 | 5 | 4 | 5 | 23 | 18 | +5 | 19 |
| 12 | Brentford | 13 | 6 | 1 | 6 | 21 | 20 | +1 | 19 |
| 13 | Newcastle | 14 | 5 | 4 | 5 | 19 | 18 | +1 | 19 |
| 14 | Bournemouth | 14 | 5 | 4 | 5 | 21 | 24 | -3 | 19 |
| 15 | Fulham | 14 | 5 | 2 | 7 | 19 | 22 | -3 | 17 |
| 16 | Nott. Forest | 13 | 3 | 3 | 7 | 13 | 22 | -9 | 12 |
| 17 | West Ham | 13 | 3 | 2 | 8 | 15 | 27 | -12 | 11 |
| 18 | Leeds | 13 | 3 | 2 | 8 | 13 | 25 | -12 | 11 |
| 19 | Burnley | 13 | 3 | 1 | 9 | 15 | 27 | -12 | 10 |
| 20 | Wolves | 13 | 0 | 2 | 11 | 7 | 28 | -21 | 2 |
Athugasemdir



