Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   þri 02. desember 2025 18:57
Brynjar Ingi Erluson
Ætlar að ræða við Real Madrid eftir HM
Mynd: EPA
Brasilíski sóknarmaðurinn Vinicius Junior ætlar að geyma samningaviðræður sínar við Real Madrid þangað til eftir heimsmeistaramótið í Bandaríkjunum, Kanada og Mexíkó á næsta ári.

Viðræður Vinicius og Real Madrid hafa gengið hægt og illa síðustu mánuði.

Í maí leit allt út fyrir að leikmaðurinn myndi framlengja samning sinn. Aðilarnir höfðu náð saman, en þegar umboðsmenn Brasilíumannsins fengu tilboðið í hendurnar var það töluvert lægra en það sem um var samið.

Samkvæmt ESPN er Vinicius tilbúinn að bíða með að ræða við Madrídinga þangað til eftir HM en þá mun hann aðeins eiga eitt ár eftir af samningnum.

Samband Vinicius Jr og Xabi Alonso, þjálfara Madrídinga, er ekki að hjálpa til, en það hefur verið stirt á milli þeirra síðustu vikur og sóknarmaðurinn verið settur á bekkinn í þremur leikjum.

Undir Carlo Ancelotti var Vinicius ósnertanlegur en nú er staðan önnur og er leikmaðurinn sagður óánægður með stöðuna. Það er því alls ekki útilokað að hann fari eitthvað annað á næsta ári.
Athugasemdir