Gallagher á lán til Man Utd? - Villa hefur áhuga á Johnson - Tottenham hefur hætt við að reyna að fá Semenyo
   mið 03. desember 2025 10:05
Elvar Geir Magnússon
Grealish um Moyes: Elska hann í tætlur
Grealish nýtur lífsins hjá Everton í botn.
Grealish nýtur lífsins hjá Everton í botn.
Mynd: EPA
David Moyes.
David Moyes.
Mynd: EPA
Jack Grealish skoraði eina mark Everton sem vann 1-0 útisigur gegn Bournemouth í gær en þetta var fyrsti deildarsigur Everton á Vitality leikvangnum.

Grealish segist elska það að spila undir stjórn David Moyes en hann er með tvö mörk og fjórar stoðsendingar í tólf úrvalsdeildarleikjum síðan hann kom a láni frá Manchester City.

Grealish kyssti merkið á treyjunni þegar hann fagnaði sigurmarkinu.

„Ég elska stjórann í tætlur! Ég hef bara þekkt hann í nokkra mánuði og get ekki hrósað honum nægilega mikið. Hann er frábær persóna og lætur mér líða vel," segir Grealish.

Hann segist einnig elska að spila fyrir stuðningsmenn Everton sem hafi tekið sér gríðarlega vel.

Moyes hrósaði Grealish til baka eftir leikinn og var ánægður með svar síns liðs eftir að það hafði fengið 4-1 skell gegn Newcastle United síðasta laugardag.

„Stuðningsmenn elska Jack, þeir gera það svo sannarlega. Hann er toppleikmaður og heldur áfram að sýna það. Ég vil fleiri mörk og stoðsendingar frá honum en hann hefur komið frábær inn og allir elska hann," segir Moyes.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 17 12 3 2 31 10 +21 39
2 Man City 17 12 1 4 41 16 +25 37
3 Aston Villa 17 11 3 3 27 18 +9 36
4 Chelsea 17 8 5 4 29 17 +12 29
5 Liverpool 17 9 2 6 28 25 +3 29
6 Sunderland 17 7 6 4 19 17 +2 27
7 Man Utd 17 7 5 5 31 28 +3 26
8 Crystal Palace 17 7 5 5 21 19 +2 26
9 Brighton 17 6 6 5 25 23 +2 24
10 Everton 17 7 3 7 18 20 -2 24
11 Newcastle 17 6 5 6 23 22 +1 23
12 Brentford 17 7 2 8 24 25 -1 23
13 Fulham 17 7 2 8 24 26 -2 23
14 Tottenham 17 6 4 7 26 23 +3 22
15 Bournemouth 17 5 7 5 26 29 -3 22
16 Leeds 17 5 4 8 24 31 -7 19
17 Nott. Forest 17 5 3 9 17 26 -9 18
18 West Ham 17 3 4 10 19 35 -16 13
19 Burnley 17 3 2 12 19 34 -15 11
20 Wolves 17 0 2 15 9 37 -28 2
Athugasemdir
banner