Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   fim 04. desember 2025 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Le Bris eftir jafntefli á Anfield: Viljum vaxa og gera betur
Mynd: EPA
Sunderland fór á Anfield í gær og gerði jafntefli gegn Liverpool. Liðið var þó óheppið að næla ekki í öll stigin.

Chemsdine Talbi kom liðinu yfir en Nordi Mukiele varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark þegar boltinn fór af honum eftir skot frá Florian Wirtz. Wilson Isidor hefði getað tryggt liðinu stigin þrjú en Federico Chiesa bjargaði á síðustu stundu í blálokin.

„Gott stig á útivelli og sérstaklega hérna. Við spiluðum okkar bolta og ég var ánægður með fyrri hálfleikinn," sagði Regis Le Bris, stjóri Sunderland, sem var svekktur með að liðið skapaði ekki fleiri færi í seinni hálfleik en raun bar vitni.

Sunderland er nýliði í deildinni en liðið situr í 6. sæti með 23 stig, jafn mörg stig og Crystal Palace sem situr í 5. sæti.

„Aðal styrkleiki liðsins er að þeir eru auðmjúkir og vilja læra. Ef þú vilt ekki læra í þessari deild er ómögulegt að ná árangri. Við viljum vaxa og gera betur."
Athugasemdir
banner