Sigurður Ragnar Eyjólfsson, Siggi Raggi, var á mánudag kynntur sem nýr þjálfari NSÍ Runavíkur.
Hann ræddi við Fótbolta.net í gær og hann útilokar ekki að sækja leikmenn frá Íslandi til færeyska félagsins.
Hann ræddi við Fótbolta.net í gær og hann útilokar ekki að sækja leikmenn frá Íslandi til færeyska félagsins.
Ætlar þú eitthvað að skoða íslenska markaðinn?
„Það getur vel verið, við erum að skoða í kringum okkur. Það er auðvitað fullt af góðum leikmönnum á Íslandi sem gætu verið spenntir fyrir svona verkefni og auðvitað spennandi að fá að taka þátt í Evrópukeppni."
„Við teljum að við séum spennandi kostur, en við þurfum að skoða þetta út frá fjárhag (budget), hvað við getum tekið inn af leikmönnum. Félagið er rekið á skynsamlegan hátt og er með mjög flotta aðstöðu. Við höfum aðeins misst úr leikmannahópnum frá síðasta tímabili, en við stefnum á að bæta mönnum við í staðinn og sú vinna er hafin og gengur bara fínt. Við erum opnir fyrir að skoða ef einhver vill koma til Færeyja og við teljum að styrki liðið," segir Siggi Raggi.
Þegar heyrðist af því að Siggi Raggi væri að fara taka við NSÍ var Guy Smit, markvörður Vestra, orðaður með honum.
„Það hefur ekki verið neitt ákveðið með neina leikmenn, en hann er einn af mörgum sem við höfum verið með á blaði og verið að skoða. Það er ekki komið neitt áleiðis, við erum að skoða m.a. markmannstöðuna, viljum styrkja okkur það. Það er of snemmt að segja til um eitthvað um Guy," segir Siggi Raggi.
Guy, sem er 29 ára hollenskur markvörður, varði mark Vestra á liðnu tímabili. Hann varð bikarmeistari með liðinu og átti heilt yfir gott tímabil. Hann er samningslaus og er einnig á blaði hjá norska félaginu Stabæk.
Athugasemdir


