Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
banner
   mið 03. desember 2025 17:00
Elvar Geir Magnússon
Gatti þarf að fara undir hnífinn
Federico Gatti í leik með Juventus.
Federico Gatti í leik með Juventus.
Mynd: EPA
Federico Gatti, varnarmaður Juventus og ítalska landsliðsins, þarf að fara í aðgerð vegna meiðsla sem hann hlaut í bikarleiknum gegn Udinese í gær.

Juventus vann leikinn 2-0 en Gatti meiddist á hné og er búist við því að hann verði frá í að minnsta kosti einn mánuð. Hann var tekinn af velli vegna meiðslanna í seinni hálfleik.

Gatti er 27 ára og heufr spilað fjórtán leiki á tímabilinu og skorað tvö mörk, eitt í ítölsku A-deildinni og annað í Meistaradeildinni.

Juventus verður þunnskipað varnarlega þegar liðið heimsækir Napoli næsta sunnudag þar sem Gleison Bremer og Daniele Rugani eru einnig meiddir. Það er búist við því ða þeir snúi aftur síðar í þessum mánuði.

Juventus er í sjöunda sæti ítölsku A-deildarinnar en það er jöfn og spennandi barátta í efri hluta töflunnar.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 13 8 4 1 19 9 +10 28
2 Napoli 13 9 1 3 20 11 +9 28
3 Inter 13 9 0 4 28 13 +15 27
4 Roma 13 9 0 4 15 7 +8 27
5 Como 13 6 6 1 19 7 +12 24
6 Bologna 13 7 3 3 22 11 +11 24
7 Juventus 13 6 5 2 17 12 +5 23
8 Lazio 13 5 3 5 15 10 +5 18
9 Udinese 13 5 3 5 14 20 -6 18
10 Sassuolo 13 5 2 6 16 16 0 17
11 Cremonese 13 4 5 4 16 17 -1 17
12 Atalanta 13 3 7 3 16 14 +2 16
13 Torino 13 3 5 5 12 23 -11 14
14 Lecce 13 3 4 6 10 17 -7 13
15 Cagliari 13 2 5 6 13 19 -6 11
16 Genoa 13 2 5 6 13 20 -7 11
17 Parma 13 2 5 6 9 17 -8 11
18 Pisa 13 1 7 5 10 18 -8 10
19 Fiorentina 13 0 6 7 10 21 -11 6
20 Verona 13 0 6 7 8 20 -12 6
Athugasemdir
banner