Trafford vill fara frá City - Gallagher og Brown til Man Utd? - Arsenal fær tvíbura - Guendouzi aftur til Englands - Mateta á förum?
   mið 03. desember 2025 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Mun Liverpool ráða Gerrard? „Sagði honum að vera klár í það“
Steven Gerrard
Steven Gerrard
Mynd: EPA
Sparkspekingurinn Rio Ferdinand sagði við Steven Gerrard, fyrrum fyrirliða Liverpool, að hann þyrfti að vera klár ef Liverpool skyldi ákveða að reka Arne Slot úr starfi.

Starf Slot hangir enn á bláþræði þrátt fyrir 2-0 sigurinn á West Ham um liðna helgi.

Tapi Liverpool stigum í næstu tveimur leikjum gæti vel farið svo að hann verði látinn fara eftir skelfilega byrjun á tímabilinu.

Ferdinand ræddi á dögunum við Gerrard í hlaðvarpsþætti sínum og sagðist hann hafa átt samtal með honum um að hann þyrfti að undirbúa sig ef Liverpool skyldi hringja í hann og bjóða honum stöðu bráðabirgðastjóra.

„Við sátum saman og vorum að snæða þegar ég sagði við hann að hann þyrfti að undirbúa sig og vera klár því hann gæti tekið við sem bráðabirgðastjóri.“

„Það voru svo margir leikir framundan og ég hugsaði að ég gæti ekki séð Slot komast í gegnum alla þessa leiki og koma út úr þeim í nógu góðu ástandi. Ég hugsaði líka að pressan úr stúkunni og stuðningsmönnum væri of mikil og að félagið gæti tekið afdrifaríka ákvörðun.“

„Í þessu loftslagi væri best að gleyma því sem hann gerði hjá öðrum félögum því það væri hentugt að hafa Steven Gerrard, goðsögn félagsins, sitjandi á bekknum. Hann yrði klár í að koma inn og rétta úr kútnum. Það hefði ekki komið mér á óvart ef Gerrard hefði fengið símtalið,“
sagði Ferdinand.
Athugasemdir
banner