Félög í Sádi-Arabíu vilja Salah - Liverpool í viðræðum um Guehi - Grískur táningur orðaður við Man Utd
   mið 03. desember 2025 16:00
Elvar Geir Magnússon
Lætur mistök hafa of mikil áhrif á sig
Mynd: EPA
Rúben Amorim, stjóri Manchester United, hefur sagt varnarmanninum Leny Yoro að hætta að pirra sig of mikið á mistökum, þau hafi of mikil áhrif á spilamennsku hans í kjölfarið.

Yoro fékk á sig vítaspyrnu á klaufalegan hátt þegar Jean-Philippe Mateta skoraði og kom Crystal Palace yfir á Selhurst Park um síðustu helgi. United kom til baka og vann leikinn.

Amorim tók hinn tvítuga Yoro af velli strax eftir jöfnunarmarkið.

„Hann hugsar of mikið út í mistök sem hann gerir og á erfitt með að jafna sig á þeim. Hann er ungur og metnaðarfullur og vill gera allt svo vel," segir Amorim. Yoro var mjög svekktur þegar hann var tekinn af velli.

„Hann er að vaxa og þroskast, með hverjum leiknum og hverjum erfiðleikum. Ég er búinn að tala við hann og hann veit að hann getur ekki sýnt svona viðbrögð á bekknum en hann var pirraður. Það jákvæða er að hann sýndi að honum er ekki sama."

„Hann veit að þetta var ekki hans besti leikur en hann gerði sumt vel og ég sýndi honum það líka. Hann er klár í næstu áskorun."
Athugasemdir
banner
banner