Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Panathinaikos sem vann Kifisia 1-0 í deildarkeppni gríska bikarsins. Eina mark leiksins kom úr vítaspyrnu eftir rúmlega klukkutíma leik.
Hörður Björgvin Magnússon var á bekknum þegar Levadiakos vann Marko 3-1. Þetta var öruggu sigur en Marko klóraði í bakkann í uppbótatíma.
Levadiakos vann alla sína fjóra leiki og hefur tryggt sér sæti í átta liða úrslitum en Panathinaikos er með níu stig eftir þrjá leiki. Liðið er sem sem stendur í 6. sæti.
Fjögur efstu liðin tryggja sér sæti í 8-liða úrslitum en 5.- 12. sæti fara í umspil.
Athugasemdir



