Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fös 06. desember 2019 16:13
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: íbvsport 
Jose Sito til ÍBV (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Spænski sóknarmaðurinn Jose Sito er búinn að skrifa undir tveggja ára samning við ÍBV. Hann á að hjálpa Eyjamönnum að komast beint aftur upp í Pepsi Max-deildina eftir að hafa hríðfallið í haust.

Sito er 30 ára gamall og hefur spilað tvö og hálft tímabil í efstu deild á Íslandi. Hann gekk fyrst í raðir ÍBV um mitt sumarið 2015 og lék lykilhlutverk er Eyjamenn björguðu sér frá falli. Hann skoraði 6 mörk í 12 leikjum og var fenginn yfir til Fylkis í kjölfarið.

Hann átti erfitt uppdráttar í Árbænum og gerði 3 mörk í 23 leikjum. Hann var ekki á landinu 2017 en gekk í raðir Grindavíkur í fyrra og skoraði 4 sinnum í 19 leikjum er Grindvíkingar björguðu sér frá falli.

Sito spilaði ekki hér á landi síðasta sumar. Þetta verður hans fyrsta tímabil í Inkasso-deildinni. Í heildina hefur hann gert 13 mörk í 54 keppnisleikjum hér á landi.

„Ásamt því að leika með liðinu mun Sito þjálfa hjá félaginu. Velkominn til baka Sito!"
Athugasemdir
banner
banner