Arsenal orðað við fjóra sóknarmenn - Real Madrid að sækja bróður Mbappe líka - Zidane efstur á lista Ratcliffe - Barcelona á eftir De Gea
banner
   mið 06. desember 2023 11:04
Elvar Geir Magnússon
Keppinautur Arnars og Jóa Kalla: Skýrist á næstu tveimur vikum
Jói Kalli, Wettergren og Arnar.
Jói Kalli, Wettergren og Arnar.
Mynd: Fótbolti.net/EPA
Arnór Ingvi Traustason er meðal leikmanna Norrköping.
Arnór Ingvi Traustason er meðal leikmanna Norrköping.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sænska úrvalsdeildarfélagið Norrköping er með tvo íslenska þjálfara á blaði í þjálfaraleit sinni; Arnar Gunnlaugsson og Jóhannes Karl Guðjónsson eru báðir í viðræðum við félagið.

Þriðji keppinauturinn um starfið er svo Peter Wettergren, sem hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía undanfarin ár. Þá var Kim Hellberg stjóri Värnamo orðaður við starfið.

Wettergren tjáði sig í samtali við Norrköpings Tidningar og segir að hann hafi verið í sambandi við nokkur félög.

„Ég hef verið í sambandi við nokkur mismunandi félög og sjáum hvað gerist. Starfi mínu sem aðstoðarlandsliðsþjálfari er lokið og það eru áhugaverðir hlutir í gangi sem munu skýrast á næstu tveimur vikum,“ segir Wettergren.

Wettergren var aðstoðarþjálfari Elfsborg í áratug og svo aðstoðarþjálfari hjá FC Kaupmannahöfn 2015-16. Hann hefur verið aðstoðarlandsliðsþjálfari Svía síðan 2016.

Í viðtalinu við NT segist hann tilbúinn að snúa aftur í félagsliðaþjálfun og hann vilji fara til félags þar sem hann finni fyrir hlýju. Hann njóti þess að vinna með fólki og lýsir Norrköping sem yndislegu félagi.

„Ég hef ekki starfað fyrir félagslið síðan ég var í Kaupmannahöfn. Ég hef saknað þess að vinna með leikmönnum á hverjum degi. Ég elska að vinna í að þróa lið og kveikja á leikmönnum með því að vinna í því daglega. Í landsliði þarftu að vinna með það sem er til staðar og ná því mesta út úr hópnum hverju sinni. Það hentar mér líklega betur að vinna með félagslið," segir Wettergren.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner