Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 04. desember 2023 09:00
Brynjar Ingi Erluson
„Pabbi og Norrköping passa fullkomlega saman“
Ísak Bergmann spilaði með Norrköping frá 2019 til 2021
Ísak Bergmann spilaði með Norrköping frá 2019 til 2021
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhannes Karl er á leið í viðtal hjá Norrköping
Jóhannes Karl er á leið í viðtal hjá Norrköping
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Gunnlaugsson er einnig á leið í viðtal
Arnar Gunnlaugsson er einnig á leið í viðtal
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Jóhannes Karl Guðjónsson er einn af þremur sem koma til greina fyrir þjálfarastöðuna hjá sænska félaginu Norrköping. Sonur hans, Ísak Bergmann, telur að hann myndi passa fullkomlega inn í umhverfið hjá félaginu.

Jóhannes starfar í dag sem aðstoðarþjálfari íslenska karlalandsliðsins, en hann mun líklega funda með Norrköping í næstu viku.

   02.12.2023 16:44
Jói Kalli: Finnst líklegt að ég verði boðaður í viðtal í næstu viku


Hann, Arnar Gunnlaugsson og Petter Wettergren, fyrrum aðstoðarþjálfari sænska landsliðsins, eru einnig í myndinni.

Ísak Bergmann ræddi við NT um þjálfarastöðuna og telur víst að Jóhannes Karl myndi gera frábæra hluti í Norrköping. Ísak spilaði sjálfur með Norrköping frá 2019 til 2021 áður en hann var seldur til FCK í Danmörku.

„Já, en á sama tíma yrði þetta mjög skrítið fyrir mig ef þetta myndi gerast svona miðað við mína sögu hjá félaginu. Þetta er samt ekkert bull, þetta er rosalega góður þjálfari sem myndi passa fullkomlega þarna inn. Hann elskar að þróa leikmenn og þekkir félagið, borgina og stuðningsmennina,“ sagði Ísak um föður sinn.

   03.12.2023 21:03
Þrír á leið í viðtal hjá Norrköping


Arnar er annar þjálfari sem mun fara í viðtal hjá Norrköping á næstu dögum. Arnar hefur gert stórkostlega hluti með Víking síðustu ár og telur Ísak að hann myndi einnig geta gert góða hluti hjá sænska félaginu.

„Arnar er annað frábært nafn. Hann er með svipaða hugmyndafræði og pabbi. Þeir vilja spila sóknarsinnaðan fótbolta og er ég viss um að þeir báðir myndu gera vel hjá Norrköping,“ sagði Ísak í lokin.

   02.12.2023 17:34
Arnar Gunnlaugs: Ein mesta þvæla sem ég hef heyrt á ævinni

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner