Liverpool reynir við Pedro næsta sumar - PSG til í að opna veskið fyrir Isak - Nico Williams eftirsóttur
   mið 06. desember 2023 12:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Pétur Theodór: Tek ákvörðun í febrúar
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Framherjinn Pétur Theodór Árnason refi liðþófa í sumar og lék ekkert seinni hluta tímabilsins. Hann lék með Gróttu á láni frá Breiðabliki og sagði í samtali við Fótbolta.net að hann ætlaði að taka ákvörðun með framhaldið á sínum ferli eftir aðger sem var hans fjórða á sama hnénu.

„Ég ætla að tala við lækninn og sjúkraþjálfarann hvort það sé þess virði að halda áfram eða ekki," sagði Pétur. Hann var búinn að skora sex mörk í níu leikjum með Gróttu þegar hann meiddist.

Hann ræddi við Fótbolta.net í dag.

„Í dag er ég bara að mæta á æfingar og styrkja mig allan þangað til tímabilið klárast núna eftir síðasta Evrópuleikinn, förum svo í frí og byrjum aftur um mánaðamótin janúar/febrúar."

„Í fríinu ætla ég bara að prófa mig aðeins áfram og sjá hvernig hnéð er. Ég tek svo ákvörðun í febrúar þegar við byrjum aftur hvort ég eigi einhvern séns aftur út á völl eða hvort þetta sé bara komið gott. Annars þá líður mér vel í hnénu og í raun betur en í sumar en á eftir að prófa að fara út á völl,"
sagði Pétur.

Hann er með gildan samning við Breiðablik út næsta tímabil. Pétur er 28 ára framherji sem hefur skorað 104 mörk í 197 KSÍ leikjum á sínum ferli. Hann var markakóngur Lengjudeildarinnar 2021 með 23 mörk og var í kjölfarið fenginn í Breiðablik. Hann missti af öllu tímabilinu 2022 vegna hnémeiðsla. Hann er uppalinn í Gróttu en á einnig leiki fyrir Kríu.
Athugasemdir
banner
banner
banner