Næstu þrír leikir ráða framtíð Amorim - Glasner, Southgate, Silva og Iraola orðaðir við Man Utd - Liverpool horfir til Araujo
   fös 06. desember 2024 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Cuti Romero gæti leyst vanda Tottenham
Ben Davies og Radu Dragusin hafa spilað í hjarta Tottenham varnararinnar í fjarveru þeirra Crristian Romero og Micky van de Ven. Dragusin er Rúmeni sem kom til Tottenham frá Genoa í janúar. Davies hefur verið lengi hjá Tottenham en er í grunninn bakvörður.

En það er spurning hvernig Tottenham leysir miðvarðastöðrunar í næsta leik því sá velski, Davies, fór meiddur af velli gegn Bournemouth í gærkvöldi og er óvíst hversu alvarleg meiðslin eru. Hinn fjölhæfi Archie Gray kom inn í hjarta varnarinnar í gær vegna meiðsla Davies. Gray hefur bæði spilað á miðjunni og í bakverðinum.

„Það er of snemmt að segja til um með Davies. Hann fer í myndatöku í dag. Cuti (Romero) er að fara æfa, við munum ekki gera mikið á æfingunni í dag, en við sjáum til á morgun," sagði Ange Postecoglou, stjóri Tottenham, á fréttamannafundi í dag.

Frammistaða Tottenham í leiknum í gær var ekki merkileg og liðið hefur eingungis unnið einn af síðustu sex leikjum; óvæntan 0-4 sigur gegn Manchester City. Stuðningsmenn eru ekki sáttir við stöðu mála eins og fjallað hefur verið um.

Framundan er stórleikur, nágrannaslagur, gegn Chelsea sem fer fram seinni partinn á sunnudag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 4 4 0 0 9 4 +5 12
2 Arsenal 4 3 0 1 9 1 +8 9
3 Tottenham 4 3 0 1 8 1 +7 9
4 Bournemouth 4 3 0 1 6 5 +1 9
5 Chelsea 4 2 2 0 9 3 +6 8
6 Everton 4 2 1 1 5 3 +2 7
7 Sunderland 4 2 1 1 5 3 +2 7
8 Man City 4 2 0 2 8 4 +4 6
9 Crystal Palace 4 1 3 0 4 1 +3 6
10 Newcastle 4 1 2 1 3 3 0 5
11 Fulham 4 1 2 1 3 4 -1 5
12 Brentford 4 1 1 2 5 7 -2 4
13 Brighton 4 1 1 2 4 6 -2 4
14 Man Utd 4 1 1 2 4 7 -3 4
15 Nott. Forest 4 1 1 2 4 8 -4 4
16 Leeds 4 1 1 2 1 6 -5 4
17 Burnley 4 1 0 3 4 7 -3 3
18 West Ham 4 1 0 3 4 11 -7 3
19 Aston Villa 4 0 2 2 0 4 -4 2
20 Wolves 4 0 0 4 2 9 -7 0
Athugasemdir
banner
banner