Napoli reynir aftur við Garnacho - Arsenal ekki að ná að semja við Sporting um Gyökeres - Kudus í læknisskoðun hjá Spurs
   fös 06. desember 2024 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Tveir stórleikir og Íslendingar í eldlínunni
Mynd: Fótbolti.net - Jónína Guðjörg Guðbjartsdóttir
Það er afar áhugaverð helgi framundan í ítalska boltanum þar sem fjörið hefst með frábærum leikjum strax í dag.

Ítalíumeistarar Inter taka á móti nýliðum Parma sem hafa farið þokkalega vel af stað. Liðin eigast við í fyrsta leik helgarinnar þar sem Ítalíumeistararnir freista þess að minnka bilið á milli sín og toppliðanna.

Napoli og Atalanta verma toppsætin tvö og á Atalanta stórleik við AC Milan í kvöld. Lærisveinar Gian Piero Gasperini eru á blússandi siglingu og hafa þeir unnið 8 leiki í röð í öllum keppnum, auk þess að vera búnir að vinna síðustu 8 leiki sína í röð í Serie A.

Atalanta sigraði gegn Roma í síðustu umferð eftir að hafa skellt toppliði Napoli fyrir einum mánuði síðan og virðist liðið vera óstöðvandi. Lærisveinar Gasperini eru búnir að skora 36 mörk í 14 leikjum á deildartímabilinu.

Eftir þennan frábæra föstudag eiga Juventus og Roma heimaleiki á morgun. Juve mætir Bologna í afar spennandi slag áður en Roma tekur á móti Lecce í óvæntum fallbaráttuslag, en Rómverjar eru búnir að tapa fjórum deildarleikjum í röð.

Á sunnudaginn gæti Albert Guðmundsson komið við sögu með Fiorentina eftir að hafa jafnað sig af meiðslum, en Fiorentina hefur farið mjög vel af stað í ár og er í toppbaráttunni ásamt stærstu félögum ítalska boltans. Svo gætu Mikael Egill Ellertsson og Bjarki Steinn Bjarkason tekið þátt í afar mikilvægum nýliðaslag þar sem Venezia tekur á móti Como í Feneyjum.

Stórleikur helgarinnar fer fram á sunnudaginn þegar Napoli og Lazio eigast við í toppslag. Þetta er afar áhugaverður slagur eftir að liðin mættust í 16-liða úrslitum ítalska bikarsins í gærkvöldi. Þar hafði ?? betur eftir ?? .....

Monza og Udinese eigast að lokum við á mánudagskvöldið til að ljúka fimmtándu umferð Serie A tímabilsins sem er næstum hálfnað.

Föstudagur
17:30 Inter - Parma
19:45 Atalanta - Milan

Laugardagur
14:00 Genoa - Torino
17:00 Juventus - Bologna
19:45 Roma - Lecce

Sunnudagur
11:30 Fiorentina - Cagliari
14:00 Verona - Empoli
17:00 Venezia - Como
19:45 Napoli - Lazio

Manudagur
19:45 Monza - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Atalanta 0 0 0 0 0 0 0 0
2 Bologna 0 0 0 0 0 0 0 0
3 Cagliari 0 0 0 0 0 0 0 0
4 Como 0 0 0 0 0 0 0 0
5 Cremonese 0 0 0 0 0 0 0 0
6 Fiorentina 0 0 0 0 0 0 0 0
7 Genoa 0 0 0 0 0 0 0 0
8 Inter 0 0 0 0 0 0 0 0
9 Juventus 0 0 0 0 0 0 0 0
10 Lazio 0 0 0 0 0 0 0 0
11 Lecce 0 0 0 0 0 0 0 0
12 Milan 0 0 0 0 0 0 0 0
13 Napoli 0 0 0 0 0 0 0 0
14 Parma 0 0 0 0 0 0 0 0
15 Pisa 0 0 0 0 0 0 0 0
16 Roma 0 0 0 0 0 0 0 0
17 Sassuolo 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Torino 0 0 0 0 0 0 0 0
18 Empoli 38 6 13 19 33 59 -26 31
19 Venezia 38 5 14 19 32 56 -24 29
19 Udinese 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Verona 0 0 0 0 0 0 0 0
20 Monza 38 3 9 26 28 69 -41 18
Athugasemdir
banner
banner
banner