Man Utd líklegast að fá Olise - Man Utd til í að hlusta á tilboð í Rashford - Juve leiðir kapphlaupið um Greenwood
banner
   þri 07. janúar 2014 07:00
Elvar Geir Magnússon
Sölvi Ottesen: Ég fílaði hann aldrei sem þjálfara
Sölvi Geir Ottesen.
Sölvi Geir Ottesen.
Mynd: Getty Images
Landsliðsmaðurinn Sölvi Geir Ottesen er lykilmaður hjá FC Ural í rússnesku úrvalsdeildinni. Liðið er í harðri fallbaráttu en deildin er í vetrarfríi þar til í mars. Sölvi var í áhugaverðu viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Sjá einnig:
Fær 20 sprautur vikulega
Einkabílstjóri skutlar mér á æfingar

Hann gekk í raðir Ural eftir að hafa verið kominn út í kuldann hjá FC Kaupmannahöfn eftir að Belginn Ariel Jacobs tók við þjálfun liðsins. Sölvi hafði verið í stóru hlutverki hjá FCK en fljótlega tók Jacobs hann úr liðinu.

„Þetta var allt mjög undarlegt hvernig hann bar sig að í þessum málum öllum hjá FCK. Ég var að renna út á samning og kannski spilaði það eitthvað inn í, ég veit það ekki og hann vildi kannski byggja á mönnum sem hann vissi að yrðu áfram," segir Sölvi.

„FCK er þannig lið að þeir geta gert slíkt. En mér fannst ég vera besti varnarmaðurinn í þessu liði, með fullri virðingu fyrir hinum. Ég lít reyndar stórt á sjálfan mig, finnst ég alltaf vera bestur en þannig hugsunarhátt þarf maður að hafa í atvinnumennsku.“

Jacobs sagði við danska fjölmiðla að fagmennsku skorti hjá Sölva, nokkuð sem enginn skildi.

„FCK er með þá stefnu að málin eru leyst innan félagsins og í búningsklefanum. Ekki í blöðunum. Þetta er mjög mikilvæg regla og hluti af regluverki FCK. Hann braut þessa reglu og þurfti síðar að biðjast afsökunar. Ég var virkilega fúll að ég væri ekki í liðinu, eins og ég segi þá fannst mér ég vera besti varnarmaðurinn þarna, en ég var ekkert að haga mér eins og smákrakki á æfingum. Það er hægt að hafa samband við hvaða þjálfara sem ég hef spilað undir og hann staðfestir að ég legg mig alltaf fram."

„Jacobs var líka tekinn á teppið fyrir þetta. Ég fílaði hann aldrei sem þjálfara og hann gaf mér aldrei séns. Sumir þjálfarar eru bara þannig. Hann tók annan leikmann líka svona fyrir. Sagði í blaðaviðtölum að hann gæfi aldrei krökkum eiginhandaráritanir og annað í þeim dúr. Kom slæmu orði á hann en þessi gæi var toppmaður í alla staði," segir Sölvi.

„Ég veit ekki hvort hann var að sýna öðrum leikmönnum að það væri hann sem réði en þetta var allt mjög undarlegt.“

Lesa má viðtalið í heild við Sölva í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner