Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   sun 05. janúar 2014 16:20
Elvar Geir Magnússon
Sölvi í viðtali í Morgunblaðinu - Fær 20 sprautur vikulega
Sölvi í leik með Ural.
Sölvi í leik með Ural.
Mynd: Getty Images
Sölvi í leik með íslenska landsliðinu.
Sölvi í leik með íslenska landsliðinu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sölvi Geir Ottesen, landsliðsmaður í knattspyrnu, býr fjarri fjölskyldu sinni, aleinn í Yekaterinburg í Rússlandi og leikur þar knattspyrnu með FC Ural. Sölvi er í ítarlegu viðtali við Benedikt Bóas Hinriksson í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins þessa helgina.

Það vakti óneitanlega töluverða athygli þegar Sölvi samdi við félagið en hann fékk algjöran kóngasamning samkvæmt frétt Ekstra Bladet í Danmörku, einkabílstjóra, íbúð og fjölmargar milljónir.

Flug til Yekaterinburg tekur níu klukkutíma í þremur áföngum og heildartími ferðalagsins er í kringum 17 klukkutíma. Stundum lengur sem er vont fyrir bakveika menn en Sölvi hefur glímt við meiðsli í baki í nokkur ár.

„Þeir hjá Ural vita alveg hvernig ég er í bakinu og ég segi þeim líka hvernig ég er í bakinu. Ég þekki skrokkinn minn það vel í dag og veit hvenær ég þarf að hætta á æfingum. Þeir hlusta á mig og leyfa mér að ráða ferðinni," segir Sölvi.

Úrræðin sem Sölvi hefur notað til að laga á sér bakið eru eftirfarandi. „Það er tekið blóð úr mér og hvítu blóðkornin einangruð. Þeim er síðan sprautað í bakið á mér, 20 sprautur hvorum megin við mjóhrygginn. Ég geri þetta einu sinni í viku. Þetta gerir mér gott og er alveg löglegt. Þetta er ekki eins og hjólreiðakallarnir eru að gera – langt frá því.“

Fær þrjú sæti í flugvélinni
Rússland er gríðarlega stórt land þar sem vegalengdirnar eru miklar í alla leiki. Ural-liðið flýgur í alla leiki, þrjá tíma hið minnsta.

„Ég fæ alltaf þrjú sæti, það er séð til þess að ég hafi eina lengju fyrir mig þannig ég leggst bara. Það hefur hjálpað mikið og álagið á bakið er minna fyrir vikið þannig að ég get spilað. Ég held að það séu níu tímabelti í Rússlandi og ég veit ekki hversu oft ég er búinn að breyta klukkunni á símanum mínum.“

Vetrarfrí er í rússnesku deildinni en Ural er þar í harðri botnbaráttu og er sem stendur í fallsæti.

Lesa má viðtalið í heild við Sölva í Sunnudagsblaði Morgunblaðsins
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner