þri 07. janúar 2020 18:44
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Binni Hlö aftur í Leikni (Staðfest)
Oscar Clausen, formaður Leiknis, ásamt Brynjari.
Oscar Clausen, formaður Leiknis, ásamt Brynjari.
Mynd: Leiknir
Miðjumaðurinn Brynjar Hlöðversson hefur snúið heim eftir tveggja ára veru hjá HB í Færeyjum. Hann hefur skrifað undir tveggja ára samning við uppeldisfélag sitt, Leikni í Breiðholti.

Þessi þrítugi leikmaður varð bikarmeistari með HB á liðnu ári en árið þar á undan varð hann Færeyjameistari.

Allan sinn feril hér á landi hefur Brynjar leikið með Leikni og er einn leikjahæsti leikmaður í sögu félagsins.

„Það er mikið fagnaðarefni fyrir félagið og hverfið í heild að endurheimta Brynjar. Hann kemur með góða reynslu inn í ungan og spennandi leikmannahóp," segir Oscar Clausen, formaður Leiknis, á heimasíðu félagsins.

Hér að neðan má sjá skemmtilegt myndband sem Leiknir birti þegar endurkoma Brynjars var opinberuð.

Leiknir hafnaði í þriðja sæti 1. deildar í fyrra.


Athugasemdir
banner
banner