Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 07. janúar 2020 23:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Solskjær: Versti hálftími sem við höfum spilað
Mynd: Getty Images
Manchester United tapaði á heimavelli gegn Manchester City í fyrri leik liðanna í undanúrslitum deildabikarsins. Leikurinn endaði 1-3 fyrir gestunum og seinni leikurinn fer fram þann 29. janúar á Etihad, heimavelli City.

Bernardo Silva kom City yfir á 17. mínútu með stórkostlegu skoti. Á 33. mínútu kom Riyad Mahrez gestunum yfir og skömmu síðar varð Andreas Pereira fyrir því óláni að skora sjálfsmark og staðan orðin 0-3.

Marcus Rashford skoraði mark United á 70. mínútu og lagaði stöðuna. Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, sagði kaflann frá fyrsta markinu fram að hálfleik þann versta hjá United undir hans stjórn.

„Frá því að þeir skoruðu fyrsta markið og fram að hálfleik er okkar versta spilamennska frá því ég tók við," sagði Solskjær í viðtali eftir leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner