Amorim gæti stigið frá borði ef slæmt gengi Man Utd heldur áfram - Bayern ætlar ekki að bjóða Sane hærri samning
   lau 07. janúar 2023 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Býður fyrrum félögum Vialli á góðgerðarmót
Ítalski fótboltamaðurinn fyrrverandi lést í gær aðeins 58 ára að aldri eftir baráttu við krabbamein.

Hann lék með Cremonese, Sampdoria, Juventus og Chelsea á ferlinum ásamt því að stýra Chelsea.

Marco Lanna, forseti Sampdoria, segist ætla að setja upp góðgerðarmót og kalla það 'Luca Vialli Bikarinn' þar sem öll fyrrum félög Vialli taka þátt og mun ágóði renna í eitthvað málefni.

„Sampdoria hefur alltaf átt stað í hjarta hans. Hann hringdi oft í mig til að spyrja hvað væri í gangi innan félagsins. Hann átti í góðu sambandi við félagið," sagði Lanna.


Athugasemdir
banner
banner