Watkins orðaður við United - Bayern sýnir Díaz áhuga - Arsenal hefur rætt við Eze
   sun 07. febrúar 2021 14:40
Victor Pálsson
Með boð um að gerast aðstoðarmaður Pep hjá Man City
Fernandinho, leikmaður Manchester City, er með boð um að gerast aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá félaginu.

Þetta segir Rodrigo Caetano en hann starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Atletico Mineiro í Brasilíu.

Atletico hefur skoðað þann möguleika á að fá Fernandinho í sumar en hann verður þá samningslaus á Etihad.

Fernandinho er 35 ára gamall og hefur spilað afar vel með City síðan hann kom frá Úkraínu árið 2013.

„Það eru margar sögusagnir í gangi því samningur hans er að renna út. Hann er mikilvægur hluti af liði Manchester City - ekki bara á vellinum heldur utan," sagði Caetano.

„Ég veit ekki hvort þið vitið það en hann er jafnvel með boð um að gerast aðstoðarmaður Pep."

„Við höfum mikinn áhuga á honum því hann er góður innan sem utan vallar. Það eru hins vegar engar viðræður í gangi við hann eða hans umboðsmann."
Athugasemdir
banner