Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   sun 07. febrúar 2021 14:40
Victor Pálsson
Með boð um að gerast aðstoðarmaður Pep hjá Man City
Mynd: Getty Images
Fernandinho, leikmaður Manchester City, er með boð um að gerast aðstoðarþjálfari Pep Guardiola hjá félaginu.

Þetta segir Rodrigo Caetano en hann starfar sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Atletico Mineiro í Brasilíu.

Atletico hefur skoðað þann möguleika á að fá Fernandinho í sumar en hann verður þá samningslaus á Etihad.

Fernandinho er 35 ára gamall og hefur spilað afar vel með City síðan hann kom frá Úkraínu árið 2013.

„Það eru margar sögusagnir í gangi því samningur hans er að renna út. Hann er mikilvægur hluti af liði Manchester City - ekki bara á vellinum heldur utan," sagði Caetano.

„Ég veit ekki hvort þið vitið það en hann er jafnvel með boð um að gerast aðstoðarmaður Pep."

„Við höfum mikinn áhuga á honum því hann er góður innan sem utan vallar. Það eru hins vegar engar viðræður í gangi við hann eða hans umboðsmann."
Athugasemdir
banner