Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   þri 07. febrúar 2023 11:49
Elvar Geir Magnússon
Kundai Benyu farinn frá ÍBV (Staðfest)
Kundai Benyu.
Kundai Benyu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðjumaðurinn Kundai Benyu hefur yfirgefið ÍBV en þessi 25 ára landsliðsmaður Simbabve lék með Eyjamönnum seinni hluta síðasta tímabils.

Hann kom frá Vestra þar sem hann lék í Lengjudeildinni 2021 en í fyrra spilaði hann sjö leiki í Bestu deildinni en stóð ekki undir væntingum.

„Hann passaði ekki alveg í það sem okkur langar að gera og vildum við leita annað eftir lykilmönnum fyrir hópinn. Því var leitast eftir starfslokum við hann og gekk það samtal vel," segir Daníel Geir Moritz, formaður knattspyrnudeildar ÍBV.

ÍBV hafnaði í áttunda sæti Bestu deildarinnar á síðasta tímabili. Félagið tilkynnti í morgun að það hefði fengið slóvenskan miðjumann í sínar raðir, Filip Valencic.

Komnir í ÍBV
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)
Filip Valencic frá KuPS.

Farnir frá ÍBV
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Kundai Benyu
Athugasemdir
banner
banner