Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 07. febrúar 2023 11:09
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fyrrum leikmaður ársins í Finnlandi til ÍBV (Staðfest)
Mynd: ÍBV
ÍBV tilkynnti rétt í þessu að félagið hefði fengið slóvenskan miðjumann í sínar raðir. Sá heitir Filip Valencic og skrifar undir eins árs samning í Eyjum.

ÍBV endaði í 8. sæti í Bestu deildinni í fyrra á sínu fyrsta tímabili í efstu deild síðan 2019.

Filip er 31 árs og lék með öllum yngri landsliðum Slóveníu. Á ferli sínum hefur hann leikið með Ljubljana sem er hans heimabær, Notts County, Stabæk, Monza og Dinamo Minsk.

Þá hefur hann einnig talsvert spilað í Finnlandi. Hann var síðast á mála hjá KuPS og áður hjá Inter Turku, HJK og PS Kemi. Þegar hann var hjá HJK vann hann deildina í þrígang. Með KuPS var hann í eldlínunni í undankeppni Sambandsdeildarinnar og skoraði þar eitt mark í fjórum leikjum 2022.

„Í Finnlandi var hann leikmaður ársins árið 2017 og 2019, en seinna árið var hann einnig markahæsti leikmaður deildarinnar, hann getur leyst stöður inni á miðjunni og í sókninni," segir í frétt á heimasíðu ÍBV.

Á dögunum sagði Hermann Hreiðarsson, þjálfari ÍBV, að liðið þyrfti að fá inn mann á miðsvæðið þar sem Telmo Castanheira væri farinn frá félaginu. Nú er búið að fá inn miðjumann.

Komnir
Filip Valencic
Guy Smit á láni frá Val
Hermann Þór Ragnarsson frá Sindra
Sverrir Páll Hjaltested frá Val (var á láni hjá Kórdrengjum)

Farnir
Andri Rúnar Bjarnason
Atli Hrafn Andrason í HK
Óskar Elías Zoega Óskarsson í KFS
Sito til Spánar
Telmo Castanheira til Malasíu
Athugasemdir
banner
banner