þri 07. febrúar 2023 10:56
Elvar Geir Magnússon
Umboðsmaður Toure segist ekki hafa fengið leynilegar greiðslur
Mynd: Getty Images
Dimitri Seluk, fyrrum umboðsmaður Yaya Toure, segir að ekki sé sannleikskorn í því að hann hafi fengið leynilegar greiðslur frá Manchester City.

Það er meðal þess sem er haldið fram í ákærum ensku úrvalsdeildarinnar á hendur City.

City er sakað um að hafa ítrekað svindlað í fjárhagsmálum á árunum 2009-2018.

Toure spilaði með City frá 2010 til 2018 og vann þrjá Englandsmeistaratitla, tvo FA bikara og tvo deildabikarmeistaratitla.

Toure er nú akademíuþjálfari hjá Tottenham og Seluk vinnur ekki lengur fyrir hann.

„Allt var uppi á borðum, það var ekkert leynilegt. Ég er forvitinn að sjá hvað gerist næst í þessu máli því það kemur á óvart. Yaya borgaði auðvitað skatta og allan pakkann. Það var gagnsæi," segir Seluk.

Hann segist vera tilbúinn að tala við óháðu rannsóknarnefndina ef beðið verður um það.

„Auðvitað. Ég myndi segja þeim það sama," segir Seluk en Manchester City segist ekki hafa brotið neinar reglur.

Manchester City málið:
Enska úrvalsdeildin sakar Man City um að hafa brotið fjárhagsreglur
Stig gætu verið dregin af Man City
Býst við að langt sé í niðurstöðu í máli Man City
Man City: Hlökkum til að þetta mál verði til lykta leitt í eitt skipti fyrir öll
Fréttaskýring - Ásakanirnar á hendur Man City útskýrðar
Athugasemdir
banner
banner
banner