Real Madrid setur Alexander-Arnold í forgang - Barella orðaður við mörg félög - Tekur Montella við af Ten Hag? - Liverpool horfir á varnarmann Sevilla
   mið 07. febrúar 2024 14:43
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Blikar þöglir varðandi Aron Jó
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fjallað var um það á mánudag að Valur hefði hafnað tilboði frá Breiðabliki í Aron Jóhannsson.

Fótbolti.net hefur haft samband við Blika en þeir voru þöglir þegar spurt var út í Aron og möguleikann á öðru tilboði.

Hvorki þjálfarinn Halldór Árnason né Karl Daníel Magnússon sem er deildarstjóri afrekssviðs hjá knattspyrnudeild Breiðabliks vildu tjá sig um Aron.

Aron er 33 ára sóknarsinnaður miðjumaður sem verður samningslaus eftir komandi tímabil. Önnur félög mega byrja ræða við hann um samning fyrir næsta tímabil eftir rúma tvo mánuði. Þá verða tvær umferðir búnar af Bestu deildinni.

Breiðablik seldi Gísla Eyjólfsson til Halmstad í vikunni og vilja Blikar fylla það skarð.
Athugasemdir
banner
banner