Fjallað var um það í gær að Breiðablik hefði boðið í Aron Jóhannsson. Valur hafnaði tilboðinu í leikmanninn.
Það var Hjörvar Hafliðason sem greindi fyrstur frá tilboðinu á Twitter og var Aron til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
Það var Hjörvar Hafliðason sem greindi fyrstur frá tilboðinu á Twitter og var Aron til umræðu í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í dag.
„Þú þarft ekkert að fylgjast fáránlega vel með íslenskum fótbolta til að hafa heyrt af því að Aroni Jó líkar ekki lífið á Hlíðarenda," sagði Hjörvar í þættinum og Gunnar Birgisson tjáði sig einnig um málið.
„Samstarf hans og Arnars (Grétarssonar) hefur ekki gengið alveg eins og vonir stóðu til um. Ég heyrði frá leikmanni Vals á síðasta tímabili að það hafi komið einhverjar umræður um að mögulega losa Aron - þetta einfaldlega gengi ekki. Það var komið í veg fyrir það og þeir klára tímabilið. Aron er að mínu viti besti maðurinn í þessari deild, en það felur ekki staðreyndina að hann verður 34 ára á árinu. Hann á hálft ár eftir af samningi, hefur kostað Valsmennina mikið. Í einhverjum veruleika sér maður þetta (félagaskipti) sem gott fyrir alla aðila; gott fyrir Val að losa hann bæði peningalega og mögulega finna mann í staðinn sem hentar þjálfaranum og liðinu betur," sagði Gunnar.
„Ég talaði við góða menn fyrir norðan og þeir segja að stemningin í klefanum hjá Val minni á stemninguna hjá KA. Mjög þungt yfir," sagði Sigurður Gísli en Arnar Grétarsson þjálfaði KA áður en hann tók við hjá Val.
Hjörvar kom inn á það í þættinum að góður vinur Arons væri í þjálfarateymi Breiðabliks. Það er Eiður Ben Eiríksson.
Hefur enga trú á því að skiptin gangi í gegn
„Ég held að þetta gerist aldrei, held það sé óþarfi að ræða þetta. Íslenski félagaskiptmarkaðurinn, sérstaklega á milli þessara toppliða, er ekki til staðar. Það eru persónulegar skoðanir sem flækjast í vegi fyrir hvað sé mögulega best fyrir liðið og reksturinn," sagði Gunnar.
Má ekki snúa með boltann?
„Hafið þið heyrt af því að í Val þá megi ekki snúa með boltann? Þegar þú færð boltann þarftu að senda hann aftur í sama svæði," sagði Hjörvar.
Fótbolti.net hafði samband við Aron í dag en hann vildi ekki tjá sig að svo stöddu.
Athugasemdir