Heimild: Fréttablaðið
Líklegt er að Alfreð Finnbogason leiði sóknarlínu íslenska landsliðsins þegar undankeppnin fyrir EM fer af stað síðar í þessum mánuði.
Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir undanfarin ár en þessi 34 ára framherji er kominn á gott ról með Lyngby í Danmörku.
Sjá einnig:
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Bosníu
Meiðsli hafa gert honum erfitt fyrir undanfarin ár en þessi 34 ára framherji er kominn á gott ról með Lyngby í Danmörku.
Sjá einnig:
Mögulegt byrjunarlið Íslands gegn Bosníu
„Vandamálið síðustu ár varðandi landsliðið hefur verið mín meiðslasaga, ég hef ekki verið heill heilsu fyrir landsliðsverkefnin. Ég sneri aftur í landsliðið í september á síðasta ári, það var gríðarlega gaman þó svo að það væri eins og ég væri að koma inn í nýtt lið. Það voru margir nýir leikmenn og margt sem hafði breyst frá því síðast," segir Alfreð í viðtali við Fréttablaðið.
„Það eru bara virkilega spennandi tímar fram undan hjá landsliðinu, auðvitað er mikill munur á yngstu og elstu leikmönnum en ég held að þetta sé blanda sem geti orðið til þess að góðir hlutir gerist. Ég er mjög spenntur fyrir næstu landsleikjum sem og landsleikjaárinu framundan."
Þann 23. mars hefur Ísland leik í undankeppni EM þegar leikið verður gegn Bosníu/Hersegóvínu í borginni Zenica. Nokkrum dögum síðar er útileikur gegn Liechtenstein.
Auk þessara liða eru Portúgal, Slóvakía og Lúxemborg í riðlinum en tvö efstu liðin tryggja sér sæti í lokakeppni EM í Þýskalandi 2024. Möguleikar Íslands eru því nokkuð góðir en fastlega má gera ráð fyrir því að Portúgal vinni riðilinn en hart verði barist um annað sætið.
„Það eru möguleikar í stöðunni. Það eru bara tíu leikir í þessari undankeppni og þetta mun ráðast á smáatriðum, eitt mark til eða frá í mikilvægum leikjum getur orðið rosalega dýrt á endanum. Þess vegna er þessi fyrsti leikur í keppninni gríðarlega mikilvægur, án þess þó að ég sé að ýkja það eitthvað rosalega mikið," segir Alfreð í viðtali við Fréttablaðið.
Stöðutaflan
L | U | J | T | ms: | mf: | mun | Stig | ||
---|---|---|---|---|---|---|---|---|---|
0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 | 0 |
Athugasemdir