Búast við því að Van Dijk geri nýjan samning - Arsenal vill Cunha - Akliouche meðal leikmanna á blaði City
   fim 07. mars 2024 19:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Fram í leit að bakverði - Reyna að fá Harald aftur
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Fram er að vonast til að bæta vinstri bakverði við leikmannahóp sinn því samkvæmt heimildum Fótbolta.net hefur félagið boðið í Harald Einar Ásgrímsson sem er leikmaður FH.

Haraldur Einar lék með yngri flokkum Álftaness, Hauka og Fram og lék þrjú tímabil með meistaraflokki Fram áður en hann skipti yfir í FH fyrir tímabilið 2022.

Samkvæmt heimildum svaraði FH með gagntilboði. Hlutirnir þurfa að gerast hratt því FH er á leið í æfingaferð og vilja Framarar klára skiptin fyrir ferðina.

Haraldur er 23 ára gamall og byrjaði 18 leiki með FH í Bestu deildinni í fyrra, þar af alla fimm í úrsitakeppninni.

FH er með þá Böðvar Böðvarsson og Ólaf Guðmundsson sem geta leyst stöðu vinstri bakvarðar. Á síðasta tímabili léku þeir Adam Örn Arnarson og Már Ægisson oftast í vinstri bakverði hjá Fram.
Athugasemdir
banner