Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 16:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ake verður mættur fyrir HM í sumar
Ake brosir hér til Hafliða Breiðfjörð eftir sigur Hollands á Íslandi síðasta sumar.
Ake brosir hér til Hafliða Breiðfjörð eftir sigur Hollands á Íslandi síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Nathan Ake fór undir hnífinn eftir að hafa meiðst í leik Manchester City gegn Plymouth um síðasta helgi. Hollenski varnarmaðurinn meiddist á vinstri fæti og þurfti að fara í aðgerð.

Pep Guardiola, stjóri City, sagði á fréttamannafundi í dag að Ake yrði frá næstu 10-11 vikurnar.

Ef allt gengur upp þá gæti hann tekið þátt í leik City gegn Fulham í lokaumferð ensku úrvalsdeildarinnar.

Í kjölfarið eru svo undanúrslit Þjóðadeildarinnar með hollenska landsliðinu ef liðið kemst þangað og svo HM félagsliða í sumar með City liðinu.
Athugasemdir
banner
banner