Arda Guler, leikmaður Real Madrid, er undir smásjá Frankfurt og félagið hefur áhuga á að fa hann til liðs við sig næsta sumar en Sky Sports í Þýskalandi greinir frá þessu.
Guler hefur verið í litlu hlutverki hjá Real Madrid og er sagður óánægður með það. Hann hefur komið við sögu í 29 leikjum á tímabilinu en lítið spilað að undanförnu.
Guler hefur verið í litlu hlutverki hjá Real Madrid og er sagður óánægður með það. Hann hefur komið við sögu í 29 leikjum á tímabilinu en lítið spilað að undanförnu.
Hann hefur aðeins komið við sögu í einum af síðustu þremur deildarleikjum og kom ekkert við sögu í Meistaradeildinni gegn Man City og Atletico Madrid.
„Hver leikmaður sem er með efasemdir getur talað beint við mig. Ég tala við ungu leikmennina á hverjum degi. Ég hef lesið um að það sé vandamál með Guler en ég veit ekki til þess. Samkeppnin er gríðarleg," sagði Carlo Ancelotti, stjóri Real Madrid, þegar hann var spurður út í stöðu Guler í síðasta mánuði.
Athugasemdir