Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 15:14
Elvar Geir Magnússon
Bann Roberts þyngt í sex leiki
Mynd: Skjáskot/Youtube
Búið er að þyngja refsinguna sem Liam Roberts, markvörður Millwall, fékk eftir rauða spjaldið í bikarleiknum gegn Crystal Palace. Hann fer í sex leikja bann en ekki þriggja.

Roberts fékk rautt fyrir hættulega tæklingu sína á Jean-Philippe Mateta, sóknarmann Crystal Palace. Atvikið má sjá neðst í fréttinni.

Roberts fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að koma á flugi í átt að Mateta með takkana á lofti. Það þurfti að sauma 25 spor við vinstra eyrað á Matera. Enska sambandið segir ljóst að hefðbundið þriggja leikja bann sé klárlega of væg refsing miðað við brotið.

Steve Parish, stjórnarformaður Palace, segir að þetta hafi verið glórulausasta brot sem hann hafi séð. Millwall segir í yfirlýsingu að félagið muni halda áfram að styðja Roberts eftir „skelfileg skilaboð“ sem hann hafi fengið á samfélagsmiðlum.

Roberts hefur þegar afplánað einn leik af þessum sex í banninu en Millwall er í tólfta sæti Championship-deildarinnar.

Roberts fékk rautt spjald snemma leiks fyrir að koma á flugi í átt að Mateta með takkana á lofti. Það þurfti að sauma 25 spor við vinstra eyrað á Matera. Steve Parish, stjórnarformaður Palace, segir að þetta hafi verið glórulausasta brot sem hann hafi séð.

Mateta verður ekki með Palace gegn Ipswich á morgun eftir að hafa fengið takkana í sig frá Roberts en vonast er til þess að hann snúi aftur eftir landsleikjagluggann.


Athugasemdir
banner
banner