Afturelding tilkynnti í dag að Bjartur Bjarmi Barkarson væri búinn að framlengja samning sinn við félagið. Hann er nú samningsbundinn félaginu næstu þrjú tímabil, eða út tímabilið 2027. Fyrri samningur hefði runnið út eftir komandi tímabil.
Bjartir Bjarmi er 22 ára miðjumaður sem kom til Aftureldingar frá Víkingi Ólafsvík eftir tímabilið 2022.
Tímabilið 2023 spilaði Bjartur Bjarmi í 24 af 25 leikjum liðsins og stimplaði sig inn sem algjör lykilmaður.
Bjartir Bjarmi er 22 ára miðjumaður sem kom til Aftureldingar frá Víkingi Ólafsvík eftir tímabilið 2022.
Tímabilið 2023 spilaði Bjartur Bjarmi í 24 af 25 leikjum liðsins og stimplaði sig inn sem algjör lykilmaður.
Á liðnu tímabili lék hann í 23 af 25 leikjum liðsins og var valinn besti leikmaðurinn liðsins sem og knattspyrnumaður Aftureldingar árið 2024. Hann hjálpaði liðinu að vinna sér sæti í Bestu deildinni síðasta haust.
Bjartur hefur spilað 51 leik í deild og bikar með Aftureldingu.
„Afturelding fagnar því að Bjartur hafi framlengt samning sinn og spennandi verður að sjá hann í Bestu deildinni í Mosfellsbæ!" segir í tilkynningu félagsins.
Athugasemdir