Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 09:00
Ívan Guðjón Baldursson
Breki Ómarsson tekur slaginn með KFS (Staðfest)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFS er búið að bæta við sig gífurlega öflugum liðsstyrk fyrir komandi átök í 4. deildinni.

Breki Ómarsson mun leika með liðinu í sumar en hann spilaði ekki með neinu liði í fyrra.

Breki er sóknarleikmaður fæddur 1998 sem lék síðast með ÍBV í tveimur efstu deildum íslenska boltans. Hann hefur komið við sögu í 51 leik með ÍBV í efstu deild karla og 21 leik í næstefstu deild, með 7 mörk skoruð.

Hann hefur í heildina skorað 20 mörk í 102 leikjum á ferli sínum en hann lék síðast með KFS í 4. deild sumarið 2017 og skoraði 6 mörk í 5 leikjum.

KFS bjargaði sér frá falli úr 4. deildinni á markatölu í fyrra.
Athugasemdir
banner
banner