Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   fös 07. mars 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Einkunnir Man Utd og Chelsea: Zirkzee og James bestir
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Sky Sports gaf leikmönnum Manchester United og Chelsea einkunnir eftir leiki þeirra í Evrópukeppnum í gærkvöldi.

Joshua Zirkzee var besti leikmaður Man Utd í 1-1 jafntefli á útivelli gegn Real Sociedad í Evrópudeildinni.

Zirkzee fær 8 í einkunn hjá Sky og er eini leikmaður liðsins til að fá svo háa einkunn. Diogo Dalot var verstur í liðinu og fær 5 fyrir sinn þátt.

Fyrirliðinn símeiddi Reece James var þá besti leikmaður Chelsea sem vann í Kaupmannahöfn. James skoraði glæsimark með skoti langt utan vítateigs og hrósaði Enzo Maresca þjálfari honum í hástert að leikslokum.

James fékk 8 í einkunn hjá Sky, alveg eins og Enzo Fernández og Marc Cucurella sem komu inn af bekknum og höfðu mikil áhrif á leikinn.

Kiernan Dewsbury-Hall var versti leikmaður Chelsea með 5 í einkunn.

Man Utd: Onana (7), Yoro (7), De Ligt (7), Mazraoui (6), Dalot (5), Fernandes (6), Casemiro (7), Dorgu (7), Garnacho (7), Hojlund (6), Zirkzee (8).
Varamaður: Eriksen (5),

Chelsea: Sanchez (7), Chalobah (7), Tosin (7), Badiashile (6), Gusto (6), James (8), Dewsbury-Hall (5), Palmer (6), George (7), Mheuka (6)
Varamenn: Enzo (8), Nkunku (7), Cucurella (8), Sancho (6)
Athugasemdir
banner
banner