Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 21:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ekki hrifinn af samvinnu Mbappe og Vinicius
Mynd: EPA
Fabio Capello, fyrrum stjóri Real Madrid, er ekki sáttur með frammistöðu Kylian Mbappe og VInicius Junior hjá Real Madrid á tímabilinu.rju

Það var mikið rætt og ritað um hlutverk Mbappe hjá Real Madrid eftir að hann gekk til liðs við félagið frá PSG í sumar þar sem hann var bestur með franska liðinu á vinstri kantinum.

Það er sama staða og Vinicius hefur fundið sig best hjá Real Madrid. Eftir erfiða byrjun hefur Mbappe fundið sig í fremstu víglínu, hann hefur skorað 28 mörk í 41 leik og Vinicius með 18 mörk í 37 leikjum.

„Mbappe og Vinicius Jr spila sömu stöðu, þeir eru að stíga á hvorn annan og eru ekki að spila vel. Sem einstaklingar gera þeir hluti sem aðrir geta ekki gert og aðrir hugsa ekki einu sinni um en þeir eru ekki í takt við leik liðsins," sagði Capello.
Athugasemdir
banner