Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   fös 07. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
England um helgina - Arsenal mætir Man Utd
Mynd: EPA
Mynd: EPA
28. umferð enska úrvalsdeildartímabilsins fer fram um helgina og hefst fjörið á morgun þegar spútnik lið Nottingham Forest tekur á móti Englandsmeisturum Manchester City í afar spennandi slag.

Aðeins eitt stig skilur að á milli liðanna í Meistaradeildarbaráttunni og verður fróðlegt að sjá hvort Forest takist að snúa slöku gengi síðustu leikja við með sigri.

Topplið Liverpool tekur svo á móti botnliði Southampton á meðan Aston Villa heimsækir Brentford eftir að hafa sigrað Club Brugge í Belgíu í vikunni.

Chelsea fær fallbaráttulið Leicester City í heimsókn á sunnudaginn, áður en Tottenham fær Bournemouth í heimsókn í spennandi slag.

Manchester United tekur svo á móti Arsenal í síðasta leik sunnudagsins. Hér er um að ræða klassískan úrvalsdeildarslag þó að Rauðu djöflarnir séu ekki að eiga gott tímabil.

West Ham United tekur á móti Newcastle United í síðasta leik helgarinnar á mánudagskvöldið.

Laugardagur
12:30 Nott. Forest - Man City
15:00 Brighton - Fulham
15:00 Crystal Palace - Ipswich Town
15:00 Liverpool - Southampton
17:30 Brentford - Aston Villa
20:00 Wolves - Everton

Sunnudagur
14:00 Chelsea - Leicester
14:00 Tottenham - Bournemouth
16:30 Man Utd - Arsenal

Mánudagur
20:00 West Ham - Newcastle
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 29 21 7 1 69 27 +42 70
2 Arsenal 27 15 9 3 51 23 +28 54
3 Nott. Forest 28 15 6 7 45 33 +12 51
4 Man City 28 14 5 9 53 38 +15 47
5 Chelsea 27 13 7 7 52 36 +16 46
6 Brighton 28 12 10 6 46 40 +6 46
7 Aston Villa 29 12 9 8 41 45 -4 45
8 Newcastle 27 13 5 9 46 38 +8 44
9 Bournemouth 27 12 7 8 45 32 +13 43
10 Fulham 28 11 9 8 41 38 +3 42
11 Crystal Palace 28 10 9 9 36 33 +3 39
12 Brentford 28 11 5 12 48 44 +4 38
13 Tottenham 27 10 3 14 53 39 +14 33
14 Everton 28 7 12 9 31 35 -4 33
15 Man Utd 27 9 6 12 33 39 -6 33
16 West Ham 27 9 6 12 32 47 -15 33
17 Wolves 28 6 5 17 38 57 -19 23
18 Ipswich Town 28 3 8 17 26 58 -32 17
19 Leicester 27 4 5 18 25 61 -36 17
20 Southampton 28 2 3 23 20 68 -48 9
Athugasemdir
banner
banner
banner