Everton er að fá framkvæmdastjóra en Angus Kinnear mun hefja störf hjá félaginu 1. júní.
Kinnear er 47 ára og kemur frá Leeds þar sem hann hefur starfað frá árinu 2017. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni þremur árum síðar og hann var með yfirumsjón yfir eignarhaldsskiptum 49ers Enterprises árið 2023.
Kinnear er 47 ára og kemur frá Leeds þar sem hann hefur starfað frá árinu 2017. Liðið vann sér sæti í úrvalsdeildinni þremur árum síðar og hann var með yfirumsjón yfir eignarhaldsskiptum 49ers Enterprises árið 2023.
Everton hefur verið án framkvæmdastjóra í fullu starfi síðan Deenise Barrett-Baxendale yfirgaf féealgið árið 2023, Colin Chong hefur verið sinnt starfinu síðan.
Everton hefur einnig tilkynnt breytingar á framkvæmdastjórn sinni þar sem yfirmaður fótboltamála, Kevin Thelwell, yfirgefur félagið í lok tímabilsins þegar samningur hans rennur út.
Framkvæmdastjóri viðskipta- og samskiptamála, Richard Kenyon, mun einnig yfirgefa félagið og tilkynnt verður um nýjar ráðningar í framkvæmdastjórnarhópnum þegar fram líða stundir.
Athugasemdir