
Sara Björk Gunnarsdóttir var á sínum stað í byrjunarliði Al-Qadsiah þegar liðið vann frábæran sigur á Al-Hilal í sádí arabísku deildinni í kvöld.
Al-Hilal var með 1-0 forystu í hálfleik en Al-Qadsiah jafnaði metin þegar tíu mínútur voru til loka venjulegs leiktíma. Sigurmarkið kom síðan á 89. mínútu.
Liðið er ósigrað í síðustu fjórum leikjum í deildinni eftir sigurinn í kvöld.
Al-Qadisah fór upp fyrir Al-Hilal í 4. sæti en liðið er með 26 stig eftir 15 umferðir, stigi á undan Al-Hilal og tveimur stigum á eftir Al-Shabab sem er í 3. sæti.
Athugasemdir