Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 15:40
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Funheitur Doucoure á förum frá Everton
Mynd: EPA
Abdoulaye Doucoure er að öllum líkindum á förum frá Everton í sumar. Samkvæmt heimildum The Athletic hefur Everton ákveðið að virkja ekki framlengingarákvæði í samningi hans en núgildandi samningur rennur út í sumar.

Doucoure hefur komið að þremur mörkum í síðustu fjórum leikjum fyrir Everton.

Hann er 32 ára og fæddur í Frakklandi en á að baki tvo leiki fyrir Malí.

Hann hefur verið hjá Everton síðan 2020 þegar hann var keyptur frá Watford.

Hann hefur skorað 35 mörk í úrvalsdeildinni fyrir Everton og Watford og hefur verið í nokkuð stóru hlutverki hjá Everton.



Athugasemdir
banner
banner