
Rafael Máni Þrastarson hefur framlengt samning sinn við Fjölni til næstu þriggja ára. Fyrri samningur hefði runnið út í lok næsta árs.
Rafael, sem fæddur er árið 2007 og verðu 18 ára, er uppalinn Fjölnismaður sem hefur stimplað sig inn í meistaraflokkinn hjá Fjölni á liðnu ári.
Framherjinn á þegar að baki 39 meistaraflokksleiki fyrir Fjölni og Vængi Júpíters sem er venslalið Fjölnis. Í þeim leikjum hefur hann skorað 16 mörk.
Rafael, sem fæddur er árið 2007 og verðu 18 ára, er uppalinn Fjölnismaður sem hefur stimplað sig inn í meistaraflokkinn hjá Fjölni á liðnu ári.
Framherjinn á þegar að baki 39 meistaraflokksleiki fyrir Fjölni og Vængi Júpíters sem er venslalið Fjölnis. Í þeim leikjum hefur hann skorað 16 mörk.
„Fjölnir væntir mikils af þessum ferska og hressa unga leikmanni á komandi árum og óskum honum alls hins besta," segir í tilkynningu Fjölnis.
Fjölnir spilar í Lengjudeildinni og þjálfari liðsins er Gunnar Már Guðmundsson.
Athugasemdir