Arsenal leggur fram tilboð - Schick til Englands - Emi á útleið og fer Inzaghi til Sádi?
   fös 07. mars 2025 05:55
Ívan Guðjón Baldursson
Ítalía um helgina - Stórleikur á Allianz Stadium
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Cagliari tekur á móti Genoa í fyrsta leik helgarinnar í efstu deild ítalska boltans.

28. umferð deildartímabilsins fer fram um helgina og er ennþá gríðarlega mikil spenna um alla deild, þar sem hart er barist á toppinum, í Evrópubaráttunni og í fallbaráttunni.

Como og Venezia eigast við í nýliðaslag á morgun og þurfa Mikael Egill Ellertsson og félagar í liði Feneyinga á sigri að halda. Þeir eru fimm stigum frá öruggu sæti þegar ellefu umferðir eru eftir.

Þórir Jóhann Helgason og félagar í liði Lecce eiga þá erfiðan heimaleik gegn AC Milan, sem er óvænt búið að tapa þremur deildarleikjum í röð auk þess að hafa verið slegið úr leik í Meistaradeildinni af Feyenoord.

Ítalíumeistarar Inter taka á móti botnliði Monza í lokaleik laugardagsins. Inter trónir á toppi deildarinnar, með eins stigs forystu á Napoli og þremur stigum fyrir ofan Atalanta.

Napoli á erfiðan heimaleik gegn Alberti Guðmundssyni og félögum í liði Fiorentina. Liðin eigast við á sunnudaginn, áður en Empoli tekur á móti Roma og Juventus mætir Atalanta í stórleik helgarinnar.

Atalanta situr í þriðja sæti deildarinnar, þremur stigum fyrir ofan Juve í fjórða sætinu. Lærisveinar Thiago Motta eru búnir að sigra fimm deildarleiki í röð en voru slegnir úr leik í Meistaradeildinni og ítalska bikarnum inn á milli, eftir óvænta tapleiki gegn PSV Eindhoven og Empoli. PSV vann eftir framlengingu og Empoli hafði betur eftir vítaspyrnukeppni.

Lazio og Udinese eigast að lokum við á mánudagskvöldið. Lazio er í harðri baráttu um sæti í Meistaradeildinni á meðan Udinese siglir lygnan sjó um miðja deild eftir fjóra sigra í síðustu fimm umferðum.

Föstudagur
19:45 Cagliari - Genoa

Laugardagur
14:00 Como - Venezia
14:00 Parma - Torino
17:00 Lecce - Milan
19:45 Inter - Monza

Sunnudagur
11:30 Verona - Bologna
14:00 Napoli - Fiorentina
17:00 Empoli - Roma
19:45 Juventus - Atalanta

Mánudagur
19:45 Lazio - Udinese
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Napoli 35 23 8 4 55 25 +30 77
2 Inter 35 22 8 5 73 33 +40 74
3 Atalanta 35 20 8 7 71 31 +40 68
4 Juventus 35 16 15 4 52 32 +20 63
5 Roma 35 18 9 8 50 32 +18 63
6 Lazio 35 18 9 8 58 45 +13 63
7 Bologna 35 16 14 5 53 38 +15 62
8 Fiorentina 35 17 8 10 53 35 +18 59
9 Milan 35 16 9 10 55 39 +16 57
10 Como 35 12 9 14 45 48 -3 45
11 Torino 35 10 14 11 39 40 -1 44
12 Udinese 35 12 8 15 38 49 -11 44
13 Genoa 35 9 12 14 30 43 -13 39
14 Cagliari 35 8 9 18 36 51 -15 33
15 Parma 35 6 14 15 40 54 -14 32
16 Verona 35 9 5 21 30 63 -33 32
17 Lecce 35 6 9 20 24 57 -33 27
18 Venezia 35 4 14 17 28 49 -21 26
19 Empoli 35 4 13 18 27 55 -28 25
20 Monza 35 2 9 24 25 63 -38 15
Athugasemdir
banner
banner