Það var Íslendingaslagur í efstu deild í Hollandi í kvöld þegar NAC Breda fékk Sparta Rotterdam í heimsókn.
Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn fyrir Sparta en Nökkvi Þeyr Þórisson var á bekknum. Elías Már Ómarsson var á bekknum hjá Breda.
Kristian Nökkvi Hlynsson lék allan leikinn fyrir Sparta en Nökkvi Þeyr Þórisson var á bekknum. Elías Már Ómarsson var á bekknum hjá Breda.
Sparta var með 1-0 forystu í hálfleik en Leo Saueer tryggði Breda stig þegar hann skoraði með glæsilegu skoti fyrir utan teiginn eftir rúmlega klukkutíma leik.
Breda var manni færri síðasta stundafjórðunginn þegar Leo Greimi var rekinn af velli en Sparta tókst ekki að nýta sér liðsmuninn. Nökkvi kom inn á á 90. mínútu og Elías kom inn á rétt fyrir jöfnunarmarkið. Breda er í 11. sæti með 28 stig eftir 25 umferðir og Sparta er í 16. sæti með 24 stig.
Helgi Fróði Ingason lék allan leikinn þegar Helmond vann Maastricht í næst efstu deild í Hollandi. Hann lagði upp síðasta mark leiksins í 4-0 sigri. Helmond er í 10. sæti með 42 stig eftir 19 umferðir.
Daníel Freyr Kristjánsson lék 82 mínútur þegar Fredericia tapaði 2-0 gegn Hillerod í næst efstu deild í Danmörku. Liðið er í 2. sæti með 37 stig eftir 21 umferð. Liðið er tíu stigum á eftir OB sem á leik til góða.
Óttar Magnús Karlsson lék fyrri hálfleikinn þegar Spal tapaði 2-0 gegn Arezzo í ítölsku C-deildinni. Spal er í 17. sæti með 25 stig eftir 30 umferðir.
Athugasemdir