Real Madrid gerir allt til að fá Trent fyrir HM félagsliða - Arsenal og Liverpool gætu haft efni á Isak - Mainoo á förum frá Man Utd?
   fös 07. mars 2025 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Man Utd eina ósigraða liðið í Evrópu - Af hverju sendi Dalot ekki á Höjlund?
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Manchester United gerði 1-1 jafntefli á útivelli gegn Real Sociedad í 16-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í gær.

Rauðu djöflarnir tóku forystuna í síðari hálfleik en misstu hana fljótt niður og voru á endanum heppnir að sleppa með jafntefli eftir að Orri Steinn Óskarsson klúðraði dauðafæri.

Man Utd er því áfram eina liðið í Evrópudeildinni sem á enn eftir að tapa leik í keppninni. Til samanburðar er ekkert lið ósigrað hingað til í Meistaradeildinni, en Chelsea og Vitoria Guimaraes eru enn ósigruð í Sambandsdeildinni.

Rauðu djöflarnir voru kannski heppnir að tapa ekki á Spáni en þeir hefðu líka getað unnið leikinn. Portúgalski bakvörðurinn Diogo Dalot var kominn í kjörstöðu til að gefa úrslitasendingu á Rasmus Höjlund en hikaði og rann sóknin að lokum út í sandinn.

Höjlund brást illa við þessum mistökum hjá Dalot, sem fékk svo aðeins 5 í einkunnagjöf Sky Sports.

Dalot doesn't pass to Hojlund in a 1v1 chance vs Real Sociedad
byu/oklolzzzzs insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner